Nágrannaslagur í Njarðvík í kvöld
Njarðvíkingar mæta Grindvíkingum í Ljónagryfjunni í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld, en leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Bæði liðin hafa unnið síðustu tvo leiki sína svo búast má við spennandi leik í Ljónagryfjunni.
Liðin tvö mættust síðast í 16 liða úrslitum Maltbikarsins þann 6. nóvember síðastliðinn en sá leikur endaði 79-75 fyrir Njarðvíkingum. Húsið var þá þéttsetið af stuðningsmönnum beggja liða og gríðarleg stemning í húsinu.
Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir í síðasta nágrannaslag.