Nágrannaslagur í Njarðvík
Hart verður barist í Ljónagryfjunni í kvöld þegar Njarðvíkurstúlkur taka á móti stöllum sínum úr Grindavík í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19.15.
Hvort liðið um sig hefur þegar leikið einn leik í deildinni en Grindvíkingar sigruðu KR með 10 stiga mun 65-55 í Grindavík en Njarðvíkingar steinlágu í nágrannaslagnum gegn Keflavík 49-81.
Keflavíkurstúlkur taka á móti Haukum í Sláturhúsinu og hefst sá leikur kl. 19.15. Þess má geta að Anna María Sveinsdóttir leikur sinn 300 deildarleik í efstu deild í kvöld.