Nágrannaslagur í kvöld
Keflavíkurkonur taka á móti Grindavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Sláturhúsinu við Sunnubraut. Grindavíkurkonur eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Keflavík er í þriðja sæti með 6 stig.
Keflavík tapaði nokkuð óvænt og nokkuð stórt gegn Haukum,66-48, í síðasta leik sínum í deildinni en Grindavíkurkonur gjörsigruðu KR, 100-29.
Staðan í deildinni
VF-mynd/ frá viðureign liðanna á síðustu leiktíð.