Nágrannaslagur í Garðinum á morgun
Það verður sannkallaður nágrannaslagur í Garðinum á morgun þegar Víðir og Reynir S. mætast í 2. umferð í 2. deild karla í knattspyrnu. Reynir S. sigraði BÍ/Bolungarvík í fyrsta leik tímabilsins á sínum heimavelli 4-3, en Víðir og Höttur gerðu 1-1 jafntefli á sama tíma á Garðsvelli.
Njarðvík mætir Hvöt á Njarðtaksvellinum, en Njarðvík gerði 2-2 jafntefli við KS/Leifur í fyrsta leiknum á heimavelli. Báðir þessir leikir hefjast kl. 14:00 á morgun, uppstigningardag.
Staðan í deildinni
VF-MYND: Það er iðulega hart barist þegar Reynis S. og Víðir mætast.