Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nágrannaslagur í annarri deild
Fimmtudagur 23. júlí 2009 kl. 15:19

Nágrannaslagur í annarri deild


Nágrannaliðin Víðir og Reynir mætast í kvöld á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 20:00.
Reynir er í efsta sæti deildarinnar eftir 12 umferðir með 25 stig. Víðismenn hafa átt fremur brösótt gengi og sitja í 9. sæti með 13 stig. Þeir hafa þó verið að vinna á upp á síðkastið.
Reynismenn hafa unnið átta leiki, tapað þremur og gert eitt jafntefli. Víðir hefur unnið þrjá leiki, tapað fimm og gert 4 jafntefli.
Síðasti leikur liðanna fór fram í Garði þar sem Reynir sigraði 1-0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024