Nágrannaslagur af bestu gerð í kvöld
Það verður sannkallaður nágrannaslagur í kvöld þegar Njarðvíkingar taka á móti toppliði Grindavíkur í ljónagryfjunni í Intersport-deildinni í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 og má búast við mikilli stemningu, jafnt innan vallar sem og á áhorfendabekkjunum. Njarðvíkingar leika með nýjan erlendan leikmann innanborðs og verður fróðlegt að sjá hvernig kappinn kemur út. Missið ekki af þessum leik!