Íþróttir

Nærri þriðjungur landsliðshóps kvenna frá Keflavík
Um þriðjungur æfingahópsins kemur frá Keflavík.
Miðvikudagur 8. maí 2019 kl. 16:51

Nærri þriðjungur landsliðshóps kvenna frá Keflavík

Níu Suðurnesjastúlkur í 31 leikmanna æfingahópi landsliðs sem keppir á Smáþjóðaleikunum í ár en þeir fara fram í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní.

Landsliðsæfingahópur kvenna er kominn saman og hóf æfingar á mánudaginn síðastliðin. Þær munu vera við æfingar næstu þrjár vikurnar en Benedikt Guðmundsson og aðstoðarþjálfarar hans völdu í upphafi 31 leikmann til að koma saman í upphafi verkefnisins. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Nokkrir leikmenn eru frá vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum og því verða 25 leikmenn til taks í upphafi. Hópurinn verður svo minnkaður niður fljótlega eftir þessa æfingaviku og upp úr þeim hóp verður svo endanlegt lið valið sem tekur svo þátt á Smáþjóðaleikunum í ár.

Suðurnesjastúlkurnar eru flestar frá Keflavík nema eina frá Njarðvík. Ein af þeim sem var valin en gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla er Birna V. Benónýsdóttir úr Keflavík. Hinar eru:

Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík

Embla Kristínardóttir · Keflavík

Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík

Guðlaug Björt Júlíusdóttir · Florida Tech, USA / Njarðvík

Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir · Keflavík

Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík

 

Thelma Dís Ágústsdóttir · Ball State, USA  / Keflavík

Þóranna Kika Hodge-Carr · Keflavík