Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 20. janúar 2003 kl. 09:00

Nældi sér í brons á Norðurlandamóti

Helgi Rafn Guðmundsson, taekwondokappi úr Sandgerði, nældi sér í bronsverðlaun á Norðurlandamótinu í taekwondo sem fram fór um helgina. Þetta var fyrsta mótið sem Helgi keppir á samkvæmt nýjum reglum í íþróttinni en þær gera ráð fyrir að hver bardagi sé í 3x2 mínútur og 3x3 í úrslitaflokknum.
Helgi sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri sáttur við árangur sinn enda varla annað hægt þar sem hann var að keppa erlendis í fyrsta skiptið gegn mun reyndari strákum. "Þjálfarinn hrósaði mér fyrir þennan árangur og sagði þetta vera góða reynslu fyrir næsta mót. Hann sagðist einnig reikna með því að ég kæmist á næsta Norðurlandamót sem er í Finnlandi".
Eins og áður sagði var Helgi að keppa við drengi með meiri reynslu og hærri belti. Hann náði þó að vinna einn með svarta beltið sem verður nú að teljast nokkuð gott.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024