Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Næla Keflvíkingar í Andra Fannar frá Njarðvík?
Andri Fannar var valinn efnilegasti leikmaðurinn í 1. deild karla sumarið 2011. VF-Mynd/EJS
Laugardagur 19. janúar 2013 kl. 07:40

Næla Keflvíkingar í Andra Fannar frá Njarðvík?

Keflavík hefur hug á því að semja við Andra Fannar Freysson, leikmaður Njarðvíkur. Andri Fannar hefur æft með..

Keflavík hefur hug á því að semja við Andra Fannar Freysson, leikmann Njarðvíkur. Andri Fannar hefur æft með Keflavík að undanförnu ásamt því að leika með liðinu í Fótbolta.net mótinu.

„Ég vona að það verði samið við hann. Þetta er leikmaður sem býr yfir miklum hæfileikum og hefur áhuga á að spila í sterkari deild,“ segir Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur við Fótbolta.net.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Andri var valinn efnilegasti leikmaðurinn í 1. deild karla árið 2011. Í fyrra spilaði hann lítið sem ekkert vegna meiðsla. Keflavík leikur í dag við FH í Fótbolta.net mótinu en leikurinn hefst 10:00 í Reykjaneshöllinni.