Ná Njarðvíkingar þeim fimmtánda í röð?
Deildarkeppninni í
Njarðvíkingar freista þess að landa sínum fimmtánda deildarsigri í röð er þeir heimsækja Þór í Þorlákshöfn en síðast þegar liðin áttust við í deildinni þurfti að framlengja leikinn í Ljónagryfjunni en Njarðvíkingar fóru þó með nauma sigur af hólmi.
Í Keflavík verður sannkallaður risaslagur þegar Snæfell kemur í heimsókn en þessi lið hafa
Grindvíkingar halda í höfuðstaðinn og mæta KR í DHL-Höllinni en KR hafði sigur í fyrri deildarrimmu liðanna í Röstinni í Grindavík.
Aðrir leikir kvöldsins eru:
Fjölnir-Tindastóll
Haukar-Hamar/Selfoss
Skallagrímur-ÍR
Það ræðst í kvöld hvaða lið halda sæti sínu í deildinni og hvaða lið falla. Þá raðast einnig endanlega niður í úrslitakeppnina í kvöld svo það er mikil spenna fyrir leikjum kvöldins.