Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ná Njarðvíkingar þeim fimmtánda í röð?
Fimmtudagur 8. mars 2007 kl. 12:22

Ná Njarðvíkingar þeim fimmtánda í röð?

Deildarkeppninni í Iceland Express deild karla í körfuknattleik lýkur í kvöld og eru Njarðvíkingar þegar orðnir deildarmeistarar. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 og verður nóg um að vera í körfunni í kvöld.

 

Njarðvíkingar freista þess að landa sínum fimmtánda deildarsigri í röð er þeir heimsækja Þór í Þorlákshöfn en síðast þegar liðin áttust við í deildinni þurfti að framlengja leikinn í Ljónagryfjunni en Njarðvíkingar fóru þó með nauma sigur af hólmi.

 

Í Keflavík verður sannkallaður risaslagur þegar Snæfell kemur í heimsókn en þessi lið hafa eldað saman grátt silfur síðustu ár. Keflvíkingar eru í mikilli lægð um þessar mundir og því góður prófsteinn fyrir liðið að leika gegn Snæfellingum í kvöld því svo getur farið að þessi lið mætist í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

 

Grindvíkingar halda í höfuðstaðinn og mæta KR í DHL-Höllinni en KR hafði sigur í fyrri deildarrimmu liðanna í Röstinni í Grindavík.

 

Aðrir leikir kvöldsins eru:

Fjölnir-Tindastóll

Haukar-Hamar/Selfoss

Skallagrímur-ÍR

 

Það ræðst í kvöld hvaða lið halda sæti sínu í deildinni og hvaða lið falla. Þá raðast einnig endanlega niður í úrslitakeppnina í kvöld svo það er mikil spenna fyrir leikjum kvöldins.

 

Staðan í deildinni

 

[email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024