Ná Keflavíkurstúlkur upp liðsheild gegn Snæfelli í umspili í kvöld?
Keflavíkurstúlkur mæta Snæfelli í fyrsta umspilsleik liðanna í Iceland Express deildinni í körfubolta í Toyota höllinni í Keflavík í kvöld kl.19.15. Það lið sem sigrar í tveimur viðureignum kemst áfram í úrslitakeppnina.
Keflavík tapaði sem kunnugt er gegn Hamri fyrr í vikunni og hafa verið „andlausar“ í síðustu leikjum. Liðsheildin hefur ekki verið til staðar og þann þátt þurfa stúlkurnar að laga ætli þær sér að ná árangri í mótinu. Í tölfræði sést að þrjá Keflavíkurstúlkur eru í topp 12 yfir besta árangur inni á vellinum en sá árangur hefur ekki verið að skila sér í sigrum að undanförnu.
Forráðamenn Keflavíkur vonast til að sjá sem flesta í kvöld en tóku það fram að Vildarvinakort gilda ekki í leiki í umspili og úrslitakeppninni.
Grindvíkingar leika í umspili við Hauka og er fyrsti leikurinn í Grindavík á morgun kl.15.