Ná Grindvíkingar áttunda í röð?
Umferðin sem fara átti fram í gær í Pepsi-deild karla klárast í dag en mörgum leikjum var frestað í gær sökum veðurs.
Grindvíkingar taka á móti FH-ingum á heimavelli sínum en þeir gulklæddu eru á miklu skriði þessa dagana. Grindvíkingar eru taplausir í undanförnum 7 leikjum en þó hafa þeir gert jafntefli í 6 þessara leikja og biðin eftir sigrinum orðin löng. Síðasta viðureign þessara tveggja liða var vægast sagt hörmung að hálfu Grindvíkinga sem máttu sætta sig við 7-2 tap í Kaplakrika. Væntanlega vilja Grindvíkingar koma fram hefndum og sigra leikinn í kvöld en hann hefst klukkan 17:00 í Grindavík.
Keflvíkingar fara í Laugardalinn og mæta þar Frömurum sem berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Fram hefur verið á ná í stig að undanförnu og eru til alls líklegir. Keflvíkingar sigruðu fyrri rimmu liðana á heimavelli sínum 1-0 með marki frá Arnóri Ingva Traustasyni.
Staðan