Íþróttir

Myndir: Svipmyndir úr Sláturhúsinu
Föstudagur 22. janúar 2016 kl. 22:15

Myndir: Svipmyndir úr Sláturhúsinu

Óvíst að leikirnir gerist betri í ár

Það var mögnuð stemning og ótrúleg spenna í loftinu þegar Njarðvíkingar stálu sigri í Sláturhúsinu í kvöld. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna andrúmsloftið og tilfinningarnar sem fylgja þessum mikilvæga leik.

Myndasafn frá leiknum má sjá hér

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Önnur kynslóð keppnismanna þeir Valur Orri og Logi. Feður þeirra Valur Ingimundar og Gunnar Þorvarðar voru magnaðir á sínum tíma.

Augun á Teiti Örlygs ætla nánast út úr hausnum á honum þegar hann er í kringum körfubolta.

Njarðvíkingarnir fyrrum á Keflavíkurbekknum, Magnús, Guðmundur og Ágúst.

Áhorfendur voru mikið á fótum í leiknum enda nóg að ótrúlegum augnablikum. Uppi í hægra horninu er Logi Geirsson gallharður stuðningsmaður UMFN.

Tveir reynsluboltar skeggræða málin.

Magic og Maggi í baráttu. Þeir höfðu frekar hægt um sig í kvöld.

Atkinson virkaði frekar ryðgaður og þreyttur en reyndist ansi drjúgur á lokasprettinum.

„Dómari, þetta er ásetningur!“

Keflvíkingar höfðu ærna ástæðu til að fagna í fyrri hálfleik. Bekkir beggja liða voru líflegir.

Það var nóg að gera á kústinum í kvöld enda mikil barátta.

Tilvalið fyrir Snapchat Keflvíkinga. Siggi heldur á ósýnilegum bikar, eða stýri.

 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25