Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Myndband: „Innst inni er ég ennþá feitur krakki “
    Sara sýnir mynd úr æsku.
  • Myndband: „Innst inni er ég ennþá feitur krakki “
Mánudagur 18. júlí 2016 kl. 09:14

Myndband: „Innst inni er ég ennþá feitur krakki “

Sara Sigmunds ætlar að verða hraustust í heiminum - Heimsleikarnir hefjast á morgun

Nú styttist óðum í heimsleikana í crossfit þar sem okkar kona, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir þykir ansi sigurstrangleg. Sara er ríkjandi Evrópumeistari en hún hafnaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Leikarnir hefjast á morgun þriðjudag í Los Angeles og ríkir mikil spenna hérlendis enda þykir okkar fólk líklegt til afreka.

Hér að neðan má sjá stórskemmtilegt myndband þar sem Sara er m.a. heimsótt, en einnig er rætt við fyrrum heimsmeistarana Katrínu Tönju og Annie Mist. Sara eldar morgunverð, skellir sér á æfingu og talar um æskuna þar sem hún segist ekki hafa fundið sig í neinum íþróttum. „Áður en ég byrjaði í crossfit var ég feitur krakki, ég er ennþá feitur krakki innst inni, ég elska mat“ segir hún létt í bragði í einu viðtalinu. Hún talar mikið um ást sína á ís og getur hún ekki beðið eftir því að bragða á slíku góðgæti að leikum loknum. Sara talar líka um síðustu heimsleika þar sem hún var með forystu allt frá fyrsta degi en glopraði henni niður á síðustu metrunum. Þetta vandaða og áhugaverða innslag má sjá hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024