Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

  • Myndband: Draumamark Anitu réði úrslitum
  • Myndband: Draumamark Anitu réði úrslitum
    Anita smellhitti boltann eins og sjá má.
Mánudagur 30. maí 2016 kl. 23:05

Myndband: Draumamark Anitu réði úrslitum

Negla í samskeytin í blálokin í grannaslagnum

Eftir mikinn baráttuleik þá var það draumamark frá hinni 16 ára gömlu Anitu Lind Daníelsdóttur sem tryggði Keflvíkingum sigur gegn grönnum sínum frá Grindavík þegar liðin áttust við í 1. deild kvenna í kvöld. Niðurstaðan 1-0 en markið kom í uppbótartíma þar sem Anita lét vaða af löngu færi og boltinn small í slánni og inn. Rosaleg negla í samskeytin sem markvörður Grindvíkinga réði ekkert við.

Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en heimakonur í Keflavík voru ívið sprækari. Taflið snerist svo við í síðari hálfleik og Grindvíkingar réðu ferðinni og áttu fleiri færi. Þær voru nokkrum sinnum nærri því að skora en Sarah Magdalene Story í marki Keflvíkinga átti frábæran dag og varði oft á tíðum meistaralega. Grindvíkingar náðu næstum að komast framhjá henni en skot sem rataði yfir hana hafnaði í slánni og Keflvíkingar sluppu með skrekkinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar allt virist svo stefna í jafntefli fengu Keflvíkingar skyndisókn á 93. mínútu. Anita Lind vann þá boltann á eigin vallarhelmingi og tók á mikinn sprett. Þegar hún var við það að nálgast vítateiginn þá lét hún vaða með sínum öfluga vinstri fæti. Boltinn sveif fallega og hafnaði eins og áður segir í samskeytunum. Sannkallað draumamark og Keflvíkingar ærðust af fögnuði. Keflvíkingar hafa nú unnið báða leiki sína og eru í efsta sæti B-riðils 1. deildar. 

Keflavík-Grindavík 1. deild kvenna 2016