Myndband: Arnór skaut Norrköping á toppinn
Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði síðasta markið í 3-1 sigri Norrköping á Hamarby í sænsku deildinni í fótbolta í gær. Með sigrinum komust meistarar síðasta árs á topp deildarinnar með 12 stig eftir sex umferðir. Arnór skoraði úr vítaspyrnu í blálokin en mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.