Myndaveisla úr leik Njarðvíkur og Grindavíkur
Það var brjáluð stemmning í Ljónagryfjunni í gær þegar Njarðvík tók á móti Grindavík í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfuknattleik eins og meðfylgjandi myndir sýna. Njarðvík hefur tekið forystu í viðureigninni við Grindavík en í kvöld tekur Keflavík á móti Tindastól í átta liða úrslitum karla.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Gryfjunni og tók meðfylgjandi myndir sem eru neðst á síðunni.