Myndasyrpa: Þorleifur tróð með tilþrifum
Grindavík kórónaði glæstan sigur sinn á KR í kvöld þegar þeir stálu boltanum og sendu hann á Þorleif Ólafsson sem brunaði upp völlinn og tróð með tilþrifum þegar 41 sekúnda var til leiksloka. Allt varð vitlaust í Röstinni og 16 leikja sigurganga KR í Iceland Express deildinni á enda.
Meðfylgjandi syrpu af troðslunni tók Hilmar Bragi á leiknum í kvöld.