Myndasöfn frá Nettómótinu
Veðrið hefur verið með besta móti nú um helgina þegar Nettómótið í körfubolta fer fram. Körfuboltakrakkar njóta sín í botn og hafa jafnvel brugðið sér í körfu utandyra í pásunum. Í gær var svo kvöldvaka þar sem Jón Jónsson tryllti m.a. lýðinn í troðfullu íþróttahúsinu að Sunnubraut.
Gestir eru því hvattir til þess að leggja löglega framan við íþróttamannvirkin og bendum fólki jafnframt á bílastæðin ofan við Fjölbrautarskólann og neðan við Vatnaveröld - Sundmiðstöð, því eitthvað var um það að lögreglan sektaði þá sem lögðu ólöglega.
Myndasafn 1 og myndasafn 2 frá mótinu.