Myndasafn: U 21 árs liðið lá í Grindavík
U 21 árs lið Íslands og Kýpur í knattspyrnu mættust í undankeppni EM 2009 í gær á Grindavíkurvelli þar sem gestirnir frá Kýpur höfðu 0-1 sigur í leiknum. Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn allan leikinn en gestirnir skoruðu mark þegar um 15 mínútur voru til leiksloka og höfðu því sigur.
Ekki verður það ofsögum sagt að íslenska liðið hafi klárlega verið sterkari aðilinn en það vantaði meiri grimmd upp við mark andstæðinganna og því fór sem fór. Keflvíkingurinn Hallgrímur Jónasson og Grindvíkingurinn Óskar Pétursson voru báðir í leikmannahóp íslenska liðsin í gær en komu ekki við sögu í leiknum.
Næsti leikur U 21 árs liðsins verður ytra þann 7. september næstkomandi þegar þeir mæta Slóvakíu.
Myndasafnið frá leiknum í Grindavík í gær er hægt að skoða með því að smella hér.
VF-myndir/ Jón Björn Ólafsson – [email protected] – Frá Grindavíkurvelli í gær.