Myndasafn: Keflavík-Etzella
Komið er inn myndasafn hér efst á forsíðu vf.is frá leik Keflavíkur og Etzella í gærkvöldi. Keflvíkingar eru komnir áfram í UEFA keppninni eins og kunnugt er eftir 2-0 sigur á Etzella í gærkvöldi. Ljósmyndari Víkurfrétta gerði sér m.a. leið í Heiðursmannastúkuna í hálfleik og þar voru allir í Evrópuskapi.