Munu skoða leikmenn hjá Keflavík
 Frönsku knattspyrnuumboðsmennirnir Bernard Gardon og Pierre Canton koma til Keflavíkur á morgun með það að augnamiði að skoða leikmenn hjá félaginu.
Frönsku knattspyrnuumboðsmennirnir Bernard Gardon og Pierre Canton koma til Keflavíkur á morgun með það að augnamiði að skoða leikmenn hjá félaginu. 
Gardon og Canton hafa leikið með félögum á borð við Monaco og Lyon en hafa síðustu misseri starfað með mörgum af þekktustu knattspyrnumönnum Frakklands sem umboðsmenn. 
Umboðsmennirnir munu fylgjast með leik Keflavíkur og Fram í deildarbikarnum annað kvöld og freista þess síðan að sjá fleiri leiki áður en þeir halda út á ný.
www.keflavik.is 
 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				