Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mounir með Grindavík í sumar
Þriðjudagur 2. maí 2006 kl. 15:53

Mounir með Grindavík í sumar

Franski sóknarmaðurinn Mounir Ahandour, sem lék með knattspyrnuliði Grindavíkur á síðustu leiktíð, verður áfram með liðinu í sumar. Sigurður Jónsson, þjálfari Grindavíkur, staðfesti þetta við vefmiðilinn fotbolti.net í dag.

Mounir, sem gerði tvö mörk í 17 leikjum með Grindavík á síðustu leiktíð, er væntanlegur til landsins á morgun.

www.fotbolti.net

VF-mynd/ Mounir í baráttunni gegn FH á síðustu leiktíð.



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024