Mótaröð fyrir eldri kylfinga á Reykjanesi
Golfklúbbar á Reykjanesi hafa tekið sig saman og ætla að halda sameiginlega mótaröð ætluð „eldri kylfingum“ klúbbana. Kylfingar í GS-GVS-GG og GG hafa þátttökurétt í þessum mótum. Skemmtileg mót sem kylfingar ættu ekki láta fram hjá sér fara.
Reykjanesmótaröð eldri kylfinga er keppt í þrem flokkum.
Karlar 50 ára +
Konur 45 ára +
Karlar 65 ára +
Leikið er á eftirtöldum völlum:
Hólmsvöllur 19. júní
Vatnsleysuströnd 17. júlí
Grindavík 25. júlí
Sandgerði 17.ágúst. Ræst út af öllum teigum.
Leikin verður einstaklingskeppni þar sem 3 bestu mótin telja. Einnig liðakeppni þar sem 6 bestu skor hvers klúbbs telja í keppninni. Mótin eru opinn öllum félögum GS-GSG-GG-GVS.