Morgunstund gefur gull í mund
Það var ánægjulegt að lesa um það að hvoru tveggja karfan og fótboltinn í Keflavík hafa hafið morgunæfingar. Þetta er lofsvert framtak og á örugglega eftir að skila góðum árangri á komandi árum hjá okkar unga og efnilega boltafólki.
En fyrst verið er að fjalla um þau aukaskref sem börnin okkar eru viljug að taka til að auka möguleikana á bættum árangri er vert að geta þess að við í sunddeildunum höfum stundað þessa iðju í hartnær 30 ár með mjög góðum árangri. Upp úr 1980 hófust morgunæfingar hér á svæðinu og hafa þær verið stundaðar síðan af allmiklu kappi minnst þrisvar sinnum í viku og mest fimm sinnum í viku allt eftir aldri og framgangi í íþróttinni.
Í dag gefst sundmönnum kostur á að taka fjórar morgunæfingar í viku hverri sem hefjast upp úr 05:30 og lýkur um kl. 07:40. Þetta er mikil vinna en forráðamenn sunddeildanna og iðkendur gera sér einfaldlega grein fyrir því að ef að við ætlum að vera í fremstu röð á Íslandi og á alþjóðlegum mælikvarða verðum við að aðlaga öll orkukerfi líkamans að mikilli vinnu með skipulögðum hætti. Þá duga ekki eftirmiðdagsæfingar til, enda æfa iðkendur á aldrinum 13 ár og eldri af eldri að æfa allt frá 12 klst. upp í 25 klst. á viku.
Íþróttakveðjur,
sundfólk í Reykjanesbæ.
VFmynd/elg.