Möguleiki á Suðurnesjaslag í bikarúrslitum
Toppliðin mætast í undanúrslitum
Í dag var dregið í undanúrslit Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta. Möguleiki er á hreinum Suðurnesjaúrslitaleik í kvennaflokki en þrjú lið af svæðinu voru í pottinum. Topplið Domino's deildarinnar, Keflavík og Sæfell leika í öðrum leiknum, en Grindavík og Njarðvík í hinum.
Eftirfarandi lið drógust saman:
Konur:
Keflavík-Snæfell
Grindavík-Njarðvík
Karlar:
KR-Tindastóll
Skallagrímur-Stjarnan
Leikdagar eru 1.-2. febrúar.