Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Moby Dick“ á fjörur Njarðvíkinga
Miðvikudagur 23. desember 2015 kl. 19:02

„Moby Dick“ á fjörur Njarðvíkinga

Michael Craig mættur í Ljónagryfjuna

Njarðvíkingar eru enn að styrkja sig en þeir sömdu í dag við Bandaríkjamanninn Micheal Craig um að spila með liðinu út yfirstandandi tímabil í Domino's deild karla. Micheal Craig er fæddur árið 1991, er mikill skrokkur, 195 cm og 110 kg.  Hann lék með Southern Mississippi háskólanum í Bandaríkjum og útskrifaðist þaðan árið 2014. Á lokaári sínu í skólanum skoraði hann 12 stig í leik og tók sjö fráköst.

„Hann er gríðarlega sterkbyggður og mun án efa gleðja augað enda er sprengikrafturinn svakalegur. Ég vona að körfurnar í Ljónagryfjunni muni halda þegar þessi massaði skrokkur fer í háloftin. Hann hefur nú þegar fengið viðurnefnið „Moby Dick“ hjá okkur strákunum,“ segir Gunnar Örlygsson formaður KKD Njarðvíkur í tilkynningu. „Stefnan er sett á alla titla sem í boði eru og munum við Njarðvíkingar sigla þann ólgusjó sem þarf til að skila titlum í hús. Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Njarðvíkurliðsins eru allir klárir í þann slag,“ segir formaðurinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir: Oddur Kristjánsson til Njarðvíkur