Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Misheppnuð troðsla Sigurðar Þorsteinssonar
Miðvikudagur 4. september 2013 kl. 09:56

Misheppnuð troðsla Sigurðar Þorsteinssonar

Ísafjarðartröllið kannast ekki við körfurnar í Keflavík lengur

Keflvíkingar og Grindvíkingar mættust í Ljósanæturmótinu í körfubolta í gær. Grindvíkingar höfðu sigur 83-93 í TM Höllinni þar sem Grindvíkingarnir Þorleifur Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru atkvæðamestir. Sigurður Gunnar, sem áður lék með Keflavík, vakti mikla kátínu í leiknum með tilþrifum sem hann vild helst gleyma sjálfur sem fyrst. Hann var einn á auðum sjó og hugðist troða boltanum í rólegheitunum í körfuna.

Ekki tókst það betur en svo að boltinn hafnaði framan á hringnum og fór þaðan í gólfið. Áhorfendu skemmtu sér vel yfir óförum fyrrum Keflvíkingsins, sem virtist búinn að gleyma hve háar körfurnar í Keflavík eru. Sem betur fer fyrir áhugasama þá náðist atburðurinn á myndband sem sjá má hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Siggi Monster Dunk from Kefvideos on Vimeo.