Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Minningarsjóður stofnaður í nafni Örlygs Sturlusonar
Mánudagur 26. ágúst 2013 kl. 17:34

Minningarsjóður stofnaður í nafni Örlygs Sturlusonar

Minningarsjóður hefur verið stofnaður í nafni körfuknattleiksmannsins Örlygs Arons Sturlusonar sem lést langt fyrir aldur fram árið 2000.

Minningarsjóður Ölla, eins og hann var jafnan kallaður, er stofnaður af fjölskyldu hans í tilefni af gerð heimildamyndar sem nú er verið að gera um Ölla og er ætluð til sýningar  um Ljósanæturhelgina í byrjun september.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Markmið sjóðsins er að styðja börn sem minna mega sín á Íslandi til íþróttaiðkunar en slíkur sjóður er ekki til staðar á Íslandi. Móðir Örlygs, Særún Líðvíksdóttir vildi halda nafni sonar síns á lofti með því að styðja við bakið á börnum sem ekki eiga kost á því að stunda íþróttir. Hún fékk gott fólk í lið með sér en meðal þeirra sem koma að sjóðnum eru fyrrum knattspyrnumaðurinn Þorgrímur Þráinsson og Ólafur Stefánsson handboltakappi, ásamt vinum og fjölskyldu.

Hér má sjá facebook síðu minningarsjóðsins.

Nánar verður fjallað um sjóðinn og heimildarmyndina um Ölla í Víkurfréttum á næstunni.