Minningarmót um Kristján Örn Kristjánsson
Þann 11. desember næstkomandi ætla Bridgefélögin á Suðurnesjum að halda minningarmót um Kristján Örn Kristjánsson fyrrverandi formann Bridgefélags Suðurnesja. Kristján Örn hefði orðið 58 ára þann 11. desember en hann lést í febrúar síðasliðinn eftir illvígann sjúkdóm.
Kristján Örn barðist hetjulega við sinn sjúkdóm og á keppnistímabilinu 2008-2009 varð hann bæði Reykjanesmeistari í tvímenning og sveitakeppni. Við heiðrum þennan mikla keppnismann með því að halda minningarmót um hann á afmælisdaginn hans, segir í tilkynningu frá bridsspilurum.
Mótið er silfurstigamót og verður haldið í félagsheimilinu að Mánagrund í Keflavík. Spilamennska hefst kl. 13:00 og verða spiluð ca. 44 spil. Þátttökugjald er 6000 kr. á parið og er skráning á heimasíðu Bridgesambandsins, bridge.is. Innifalið er kaffi og meðlæti í hléi. Glæsileg verðlaun.