Minningarmót um Guðmund Steinsson á laugardag
Minningarmót um Guðmund Steinsson, fyrsta formann Handknattleiksdeildar Reykjanesbæjar verður haldið í Íþróttahúsinu við sunnubraut laugardaginn 7. janúar n.k. Guðmundur sem lést í fyrra af slysförum langt fyrir aldur fram var liðtækur handknattleiksmaður og er þeim sem vilja minnast hans og stuðla þannig að frekari uppbyggingu handboltans í Reykjanesbæ bent á reikning hjá Íslandsbanka nr. 542-14-400005, kt. 450908-0370.