Minningarmót Ragga Margeirs í Reykjaneshöllinni
Hið árlega knattspyrnumót til minningar um Ragnar Margeirsson, sem lék m.a. með Keflavík, KR og Fram, verður haldið í Reykjaneshöll laugardaginn 21. febrúar kl. 15:30 - 18:30.
- Leikið verður á 4 litlum völlum (50 x 32).
- Leikmannafjöldi: 6 í liði (5 útileikmenn og markvörður)
- Aldurstakmark er 35 ára
- Hámarksfjöldi liða í mótið eru 16 lið
- Staðfestingargjald (5000 kr. - sem dregst frá þátttökugjaldi) skal greitt eigi síðar en 13. febrúar
- greitt inn á eftirfarandi reikning: 121 - 05 - 10026, kt. 180161-4229
- Að móti loknu verður verðlaunaafhending ásamt því sem boðið verður upp á léttar veitingar
Þátttökutilkynningar sendist á [email protected].
Ágóði af mótinu rennur til góðgerðamála.