Minningarleikur í Keflavík í kvöld kl. 20:40
Minningarleikur um Gunnhildi Líndal Arnbjörnsdóttur verður í íþróttahúsinu í Keflavík í kvöld kl. 20:40. Gunnhildur spilaði með Keflavík í körfuknattleik en lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi árið 1998.Leikið er um bikar sem foreldrar Gunnhildar gáfu í minningu um dóttur sína. Leikurinn er á milli Keflavíkur og Grindavíkur en þetta er í fjórða skiptið sem þessi lið leika um minningarbikarinn.