Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miller farinn heim
Þriðjudagur 16. nóvember 2004 kl. 22:19

Miller farinn heim

Justin Miller, leikmaður körfuknattleiksliðs Grindavíkur, er farinn heim á leið og mun ekki leika meira með liðinu í vetur. Hann hélt aftur til Bandaríkjanna í dag til að vera við hlið móður sinnar sem er að kljást við erfið veikindi.

Miller lék 7 leiki með Grindavík og skoraði um 14 stig í leik, tók 11 fráköst og varði 2 skot. Frammistaða hans var misjöfn í leikjunum, en hann var besti maðurinn á vellinum í sigri Keflavíkur á Grindavík í gærkvöldi þar sem hann skoraði 23 stig og tók 19 fráköst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024