Milka áfram með Keflvíkingum
Einn besti leikmaður Domino’s deildarinnar í körfubolta í vetur, Dominykas Milka, hefur samið við Keflavík á ný og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Keflvíkingar greindu frá þessu á Facebooksíðu sinni í dag.
„Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir alla sem að starfinu koma. Milka var afar ánægður að fá tækifæri til að klæðast Keflavíkurtreyjunni áfram, hann vill ólmur klára það verkefni sem við hófum í byrjun síðasta tímabils. Frekari frétta má vænta af leikmannamálum næstu daga en þangað til þá vil Körfuknattleiksdeild Keflavíkur óska öllum gleðilegra páska,“ segir jafnframt í frétt Keflvíkinga.