Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Milan tekur við Grindavík og Ray verður áfram
Mánudagur 23. október 2006 kl. 15:28

Milan tekur við Grindavík og Ray verður áfram

Á laugardag skrifuðu þeir Ray Anthony Jónsson, Guðmundur Andri Bjarnason og Andri Steinn Birgisson undir nýja samninga við knattspyrnulið Grindavíkur. Þá mun Milan Stefán Jankovic taka við þjálfun 1. deildarliðs Grindavíkur en þar er hann öllum hnútum kunnugur. Milan þjálfaði liðið fyrir tveimur árum en í sumar var hann með annan flokk Grindavíkur og tók svo við stjórn liðsins með Magna Fannberg þegar Sigurður sagði upp störfum.

Nokkur félög höfðu augastaða á Ray fyrir næstu leiktíð í Landsbankadeildinni en Ray hefur ákveðið að taka þátt í baráttu Grindvíkinga um að vinna sér að nýju sæti í Landsbankadeildinni. Ray hefur leikið allan sinn feril með Grindavík ef frá eru taldar nokkrar vikur hjá GG og Völsungi.

Guðmndur Andri er annar uppalinn leikmaður hjá Grindavík en hann lék átta leiki með Grindvíkingum í sumar. Guðmundur er varnar- og miðjumaður sem á eftir að láta vel að sér kveða í 100% formi en hann átti við nokkur meiðsli að stríða í sumar.

Andri Steinn getur nánast leikið hvar sem er á vellinum en hann gekk í raðir Grindvíkinga fyrir þetta sumar og lék alls 15 leiki með þeim gulu á síðustu leiktíð.

Allir leikmennirnir sömdu til þriggja ára við Grindavík en á næstu dögum er búist við því að Eysteinn Húni Hauksson og Orri Freyr Hjaltalín semji áframhald hjá félaginu.

VF-mynd/ Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024