Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miklir yfirburðir ÍRB á AMÍ
Þriðjudagur 28. júní 2005 kl. 11:19

Miklir yfirburðir ÍRB á AMÍ

Liðsmenn ÍRB sigruðu á Aldursflokkameistaramóti Íslands með miklum yfirburðum, en mótið fór fram á Akureyri um síðastliðna helgi.

Liðsmenn sigruðu hvorki meira né minna en 43 greinar af þeim 90 sem keppt var í og stórbættu einnig stigametið í stigakeppni félaga þar sem ÍRB sigraði með fáheyrðum yfirburðum og hlaut 1718 stig, næsta lið, Ægir, var með 1051 stig.

Sundmennirnir sýndu allar sínar bestu hliðar um helgina og eru eftirfarandi tölur til vitnis um það. Liðsmenn bættu sinn fyrri árangur í yfir 90% tilvika og sigraði ÍRB í 43 greinum á mótinu, hlaut 31 silfurverðlaun og 21 bronsverðlaun.

Af þessum 43 sigrum náðust 10 í boðsundum (18 boðsundsgreinar á mótinu). Meyjasveit ÍRB setti 2 aldursflokkamet í 4*50 m. skriðsundi og 4*50 m. fjórsundi.

Eftirtaldir einstaklingar sigruðu í stigakeppni einstaklinga: Ingi Rúnar Árnason í sveinaflokki, Soffía Klemenzdóttir í meyjaflokki, Gunnar Örn Arnason í drengjaflokki og Guðni Emilsson í piltaflokki. Hlaut ÍRB þannig 4 titla af 6 sem í boði voru.

Aðrir sundmenn sem urðu aldursflokkameistarar í einstaklingsgreinum voru þau Hermann Bjarki Níelsson, María Halldórsdóttir, Rúnar Ingi Eðvarðsson, Svandís Þóra Sæmundsdóttir, Kristinn Ásgeir Gylfason, Bjarni Ragnar Guðmundsson, Hafdís Ósk Pétursdóttir, Erla Dögg Haraldsdóttir og Helena Ósk Ívarsdóttir.

Af ofangreindu má sjá að yfirburðir ÍRB voru svo sannarlega einstakir á þessu sterkasta unglingamóti sem haldið er árlega á Íslandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024