Miklar framkvæmdir á íþróttahúsinu í Keflavík
Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík í sumar en þá stendur til að setja nýtt gólf á A-sal hússins. Einnig verður skipt um þakjárn á húsinu en það hefur átt það til að leka og hefur verið samið við sömu aðila og standa að stækkun á B-salnum um þá framkvæmd. Í B-sal hússins mun koma gryfja fyrir fimleikana sem mun gjörbylta æfingaraðstöðu þeirra enda hafa stúlkurnar sem lengra eru komnar þurft að fara til Reykjavíkur til æfinga. Sú framkvæmd gengur samkvæmt áætlun að sögn Stefáns Bjarkasonar íþrótta- og tómstundarfulltrúa Reykjanesbæjar en hann segir að næst á dagskrá sé að skoða tilboð í fimleikatæki sem þeim hefur borist, en um er að ræða tæki sem tengjast gryfjunni.
Nú hefur verið ákveðið að setja parket á A-salinn, hver er ástæðan?
„Það hefur verið mikið um álagsmeiðsli hjá körfuboltamönnum í Keflavík undanfarin ár og því þótti vera kominn tími til að breyta um gólf en það var löngu kominn tími á þennan dúk. Menn vildu frekar fá parket á gólfið enda fer það betur með líkamann. Við vildum að Keflvíkingar fengju sambærilegt gólf og vinir þeirra í Njarðvík en gólfið þar hefur verið talið eitt það besta á landinu“.
Samið hefur verið við fyrirtækið Parket og gólf sem er umboðsaðili Connor á Íslandi. Connor er bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu parketgólfa og selur það um 700 slík á ári. Stefán segir að gólfið sem um ræðir sé mikið notað af NBA liðunum og því hlyti það að vera gott.
„Við vildum finna það besta sem völ var á og þess má geta að það er samþykkt af FIBA. Þetta er ný tegund af uppbyggingu af parketi þar sem settir eru gúmmí tappar undir í staðin fyrir grindur“
Hvað mun þessi framkvæmd kosta?
„Þetta mun kosta um 18 milljónir en kostnaðaráætlunin var 25,4 milljónir. Við spöruðum því um 7 milljónir á því að þurfa ekki að steypa aftur og setja grindur. Við þurfum einungis að rífa dúkinn og um 5-7 cm. af steypu“.
Hvenær hefst svo framkvæmdin?
„Framkvæmdin hefst 3. júní og áætlað er að henni ljúki 1. ágúst. Við leggjum mikla áherslu á það að körfuboltamenn nái að æfa og venjast gólfinu áður en tímabilið hefst“.
Nú hefur verið ákveðið að setja parket á A-salinn, hver er ástæðan?
„Það hefur verið mikið um álagsmeiðsli hjá körfuboltamönnum í Keflavík undanfarin ár og því þótti vera kominn tími til að breyta um gólf en það var löngu kominn tími á þennan dúk. Menn vildu frekar fá parket á gólfið enda fer það betur með líkamann. Við vildum að Keflvíkingar fengju sambærilegt gólf og vinir þeirra í Njarðvík en gólfið þar hefur verið talið eitt það besta á landinu“.
Samið hefur verið við fyrirtækið Parket og gólf sem er umboðsaðili Connor á Íslandi. Connor er bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu parketgólfa og selur það um 700 slík á ári. Stefán segir að gólfið sem um ræðir sé mikið notað af NBA liðunum og því hlyti það að vera gott.
„Við vildum finna það besta sem völ var á og þess má geta að það er samþykkt af FIBA. Þetta er ný tegund af uppbyggingu af parketi þar sem settir eru gúmmí tappar undir í staðin fyrir grindur“
Hvað mun þessi framkvæmd kosta?
„Þetta mun kosta um 18 milljónir en kostnaðaráætlunin var 25,4 milljónir. Við spöruðum því um 7 milljónir á því að þurfa ekki að steypa aftur og setja grindur. Við þurfum einungis að rífa dúkinn og um 5-7 cm. af steypu“.
Hvenær hefst svo framkvæmdin?
„Framkvæmdin hefst 3. júní og áætlað er að henni ljúki 1. ágúst. Við leggjum mikla áherslu á það að körfuboltamenn nái að æfa og venjast gólfinu áður en tímabilið hefst“.