Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miklar framfarir hjá ÍRB
Fimmtudagur 25. apríl 2013 kl. 19:30

Miklar framfarir hjá ÍRB

Íslandsmeistaramót í 50 metra sundlaug fór fram á dögunum. ÍRB átti 30 sundmenn á mótinu eða 23% keppenda. Liðið vann til tvennra gullverðlauna, átta silfurverðlauna, 10 bronsverðlauna og var liðið í 13 skipti í fjórða sæti á mótinu.

Baldvin Sigmundsson, Þröstur Bjarnason og Sunneva Dögg Friðriksdóttir náðu öll lágmörkum fyrir Ólympíudaga Evrópuæskunnar í Hollandi og náði  Íris Ósk Hilmarsdóttir lágmörkum á Mare nostrum mótið í þremur greinum. Nokkrir sundmenn voru mjög nálægt lágmörkum fyrir Evrópumót Ungmenna en aðeins einn Íslendingur hefur náð lágmörkunum sem hafa verið þyngd að undanförnu. Sunneva Dögg setti Íslandsmet í aldursflokki 13-14 ára í 1500 m skriðsundi. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson úr ÍRB var síðan valinn í landsliðið sem fer á Smáþjóðaleikana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Í ár komu 16 af 17 verðlaunum ÍRB-liða frá sundmönnum sem æfa í Reykjanesbæ. Í fyrra unnust einnig 17 verðlaun en þá unnu þrír sundmenn (Árni Már Árnason, Erla Dögg Haraldsdóttir og Davíð Hildiber) sem æfa í Bandaríkjunum, 12 af þeim verðlaunum. Það er til marks um miklar framfarir hjá sundmönnum okkar sem ekki æfa í háskólum í Bandaríkjunum.