Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mikilvægur sigur í Grindavík
Fimmtudagur 29. janúar 2009 kl. 08:49

Mikilvægur sigur í Grindavík

Grindavík vann góðan sigur á Snæfelli í Iceland Express-deild kvenna í gærkvöldi en leikurinn fór fram í Grindavík. Lokatölur urði 78:59. 

Grindavík byrjaði mun betur og náði strax forystu í fyrsta leikhluta, 21-10. Nokkuð jafnt var á með liðunum í öðrum leikhluta en í þeim þriðja var Grindavíkurliðið allsráðandi og skoraði 20 stig á móti aðeins fjórum hjá Snæfelli.

Petrúnella Skúladóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 24 stig.      Jovana Lilja Stefánsdóttir var með 16 stig og Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði 12 stig. Helga Hallgrímsdóttir var atkvæðamest í fráköstunum en hún hirti 10 slík.

Grindvík er í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig. Snæfell og Fjölnir eru þar fyrir neðan, Snæfell með 6 stig og Fjölnir með tvö.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024