Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mikilvægur sigur í Eyjum
Kian Williams átti góðan leik í dag og skoraði lokamark Keflavíkur. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 12. september 2020 kl. 18:21

Mikilvægur sigur í Eyjum

Keflvíkingar, sem heyja harða baráttu við Fram um efsta sætið í Lengjudeild karla, mættu ÍBV á Hásteinsvelli í dag. Keflvíkingar stóðu uppi sem sigurvegarar á meðan Fram, sem situr í efsta sæti, náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Vestra.

Það var auðvitað markahrókurinn Joey Gibbs sem skoraði fyrsta mark leiksins á 13. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Í seinni hálfleik sóttu Eyjamenn í sig veðrið og voru líklegri til að jafna leikinn en Keflvíkingar að bæra í. Þrátt fyrir það að Vestmanneyingar virtust hafa stjórn á leiknum náðu Keflvíkingar að bíta frá sér og á 83. mínútu bætti Gibbs við öðru marki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það kom svo í hlut Kian Williams að gulltryggja sigur Keflvíkinga tveimur mínútum síðar (85').

Eyjamenn náðu að svara þegar venjulegur leiktími var við það að renna út (90') en þá var það orðið of seint og Keflvíkingar lönduðu góðum sigri.

Með úrslitum dagsins er Keflavík nú tveimur stigum frá toppliði Fram en eiga leik gegn Grindavík til góða. Í næstu umferð verður hörkuleikur en þá mætast toppliðin tvö, Keflavík og Fram, á Nettóvellinum.