Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mikilvægur sigur hjá Sandgerðingum
Fimmtudagur 16. ágúst 2007 kl. 22:15

Mikilvægur sigur hjá Sandgerðingum

Reynir Sandgerði landaði þremur stigum í kvöld er þeir lögðu Stjörnuna 3-1 á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði. Hafsteinn Rúnarsson kom Sandgerðingum í 1-0 en svo jöfnuðu Garðbæingar með marki frá Guðjóni Baldvinssyni. Reynismenn gerðu svo tvö næstu mörk leiksins en þar voru að verki Árni Freyr Guðnason og Martin Bach Kristensen.

 

Með sigrinum í kvöld eru Reynismenn komnir með 11 stig í deildinni og eru jafnir Leikni á botninum en Leiknir á leik til góða.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024