Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mikilvægur sigur hjá Njarðvíkingum
Arnór Björnsson var nálægt því að bæta þriðja markinu við rétt fyrir leikslok en skaut framhjá úr þessu færi. VF-myndir/pket.
Sunnudagur 9. september 2018 kl. 13:30

Mikilvægur sigur hjá Njarðvíkingum

Njarðvíkingar nokkuð öruggir með nágrannaslagi við Keflavík á næsta ári

„Þetta var mjög góður leikur og mikilvægur sigur,“ sagði Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Inkassodeildarliðs Njarðvíkinga eftir 2-1 sigur á Magna á Njarðtaksvellinum í gær, laugardag.
Njarðvíkingar voru grimmir og skoruðu fyrsta mark leiksins á 12. mín. Arnór Björnsson skallaði boltann í markið. Skotinn Kenneth Hogg bætti við öðru marki fyrir þá grænu á 26. mín. eftir fyrirgjöf frá Pawel.

Njarðvíkingar fengu nokkur góð færi í síðari hálfleik án þess að ná að skora. Mark Magnamanna kom á 85. mín. og skrifast sem sjálfsmark. Norðanmenn fylgdu markinu eftir með nokkrum hörðum sóknum og var nokkrum sinnum hætta við mark heimamanna án þess að það bæri árangur.
Njarðvíkingar fóru langt með að tryggja sér sæti í deildinni að ári og munu þá mæta Keflvíkingar í risa nágrannaviðureignum á næsta ári. Það verður eitthvað.

VF ræddi við Rafn Markús eftir sigurinn í Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

UMFN-Magni í Inkasso deildinni