Mikilvægur sigur hjá Loga og ToPo
Logi Gunnarsson gerði 9 stig fyrir ToPo Helsinki á mánudagskvöld þegar liðið lagði næst efsta lið deildarinnar, Espoon Honka, 63-72 á útivelli. Sigurinn var afar mikilvægur því ToPo keppir nú hart að því að tryggja sér heimavallarrétt í finnsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik.
Logi lék í 22 mínútur í leiknum og gerði eins og áður segir 9 stig í leiknum. Stigahæstur í liði ToPo var Jussi Kumpulainen með 16 stig.
ToPo er í 5. sæti deildarinnar og leikur næst á föstudag, aftur á útivelli, gegn KTP Basket sem er í 4. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og ToPo eða 34 stig og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir ToPo.