Íþróttir

Mikill uppgangur í glímu á Suðurnesjum
Fimmtudagur 15. mars 2018 kl. 06:00

Mikill uppgangur í glímu á Suðurnesjum

Grunnskólamót Glímusambands Íslands fór fram um sl. helgi. Á mótinu unnu fjórir drengir úr Akurskóla til verðlauna en það voru þeir Ingólfur Rögnvaldsson sem varð annar í flokki 10. bekkinga, Gunnar Örn Guðmundsson varð einnig í öðru sæti í flokki 9. bekkinga og Daníel Dagur Árnason varð þriðji í sama flokki. Jóhannes Pálsson varð í þriðja sæti í flokki 7. bekkinga.
Háaleitisskóli átti einn keppanda í mótinu sem hafnaði í 4. sæti í flokki 6. bekkinga.

Mikill uppgangur hefur verið í greininni hér á Suðurnesjum og er glíma ein af mörgum íþróttagreinum sem eru í boði hjá UMFN.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024