Mikill hugur í íslenska sundliðinu í Kína
Íslenska sundlandsliðið á Ólympíuleikunum hefur verið í tvo daga í Ólympíuþorpinu og eru öll á góðu róli. Sundliðið hefur nýtt sér fagteymið sem fylgir hópnum í fyrirbyggjandi aðgerðum auk þess sem Anna Lára, sjúkraþjálfari sundhópsins, heldur vel utan um ástand og heilsu þess.
Á vef sundsambandsins kemur fram að „allir íslensku keppendurnir halda vel saman og styðja hvert annað innan og milli íþróttagreina.“
Í gær voru þau boðin velkomin formlega í þorpið af borgarstjóranum í Ólympíuþorpinu.
Viðstaddir voru stjórnarfólk í ÍSÍ, menntamálaráðherra, sendiherra Íslands í Kína og fleiri. Þetta var látlaus og einföld athöfn sem elfdi íslenska hópinn segir á vef sambandsins.