Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mikil viðurkenning fyrir Jón Axel
Miðvikudagur 3. apríl 2019 kl. 15:53

Mikil viðurkenning fyrir Jón Axel

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, er í hópi þeirra sem til­nefnd­ir væru fyr­ir sér­stak­lega góða frammistöðu með Davidson háskólanum í efstu deild banda­ríska há­skóla­körfu­bolt­ans í vet­ur.

Í heildina voru 55 leikmenn nefndir til sögunnar, þar sem að 17 fengu titilinn „All-American“, en Jón er ásamt 38 öðrum í því sem kallast gæti „honorable mention“, eða næstir inn. Er hann þar í góðum hópi verðandi atvinnumanna í íþróttinni, þar sem einhver nafnanna eru talin næstum örugg inn í NBA deildina fyrir næsta tímabil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljóst er að um risastóra nafnbót er að ræða fyrir Jón, sem var að enda við að klára sitt þriðja tímabil hjá Davidson. 

Helena Sverr­is­dótt­ir er eini Íslend­ing­ur­inn sem áður hef­ur kom­ist í svona loka­hóp í banda­ríska há­skóla­körfu­bolt­an­um en hún var val­in sem ein af 45 bestu í Banda­ríkj­un­um árið 2010.