Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 11. mars 2002 kl. 12:27

Mikil stemmning á Samkaupsmóti í körfubolta

Um helgina fór fram Samkaupsmótið í körfubolta og þar voru saman komnir krakkar fæddir 1990 og síðar. Mikið var um að vera og var boðið uppá hellings skemmtun fyrir krakkana, t.d. var farið í bíó á Snow Dogs, haldin var kvöldvaka, farið var í sund og svo var pizzuveisla fyrir alla keppendur ásamt mat alla daganna. Leikið var á átta völlum, í Njarðvík og Keflavík og var spilað 2x12 mínútna leiki. Mikil stemmning var á mótinu og allir skemmtu sér konunglega en um 500 keppendur voru þarna samankomnir. Á sunnudag var lokaathöfnin í íþróttahúsinu við sunnubraut þar sem allir krakkarnir fengu verðlaunapening og voru það mfl. leikmenn úr Keflavík og Njarðvík sem afhentu þá. Mótið heppnaðist gríðarlega vel enda vel skipulagt af góðu fólki úr Njarðvík og Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024