Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mikil gróska í Boccia hjá eldri borgurum
Miðvikudagur 13. júní 2012 kl. 17:02

Mikil gróska í Boccia hjá eldri borgurum



Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri var haldið í Mosfellsbæ dagana 8. - 10. júní s.l. Margir þátttakendur voru frá Reykjanesbæ og kepptu í hinum ýmsu greinum. Reykjanesbær sendi t.a.m. sjö lið til þátttöku í Boccia. Mikil gróska hefur verið í Boccia hjá eldri borgurum í vetur en þau hafa æft tvisvar í viku í Íþróttahúsinu upp á Ásbrú.

Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi hreyfingar og tómstunda fyrir eldri borgara. En mjög margt er í boði fyrir eldri borgara í Reykjanesbæ m.a. pútt, ballskák, boccia og virkilega fjölbreytt dagskrá sem er boðið upp á á Nesvöllum. Það má með sanni segja að þeir sem hafa áhuga á að hafa fulla dagskrá geta svo sannarlega fundið sér margt til dundurs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024