Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 2. júlí 2002 kl. 09:35

Mikil afrek sundfólks af Suðurnesjum á Laugarvatni

Sundfólk úr ÍRB vann til 17 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinum og 5 í boðsundum á Aldursflokkameistarmóti Íslands í sundi sem fram fór að Laugarvatni um sl. helgi. Í stigakeppni félaga hafnaði liðið í öðru sæti á eftir liði SH en þessi lið báru höfuð og herðar yfir önnur lið á mótinu.Þeir einstaklingar úr liði ÍRB sem mest voru í sviðsljósinu þessa helgi voru. Birkir Már Jónsson sem varð íslandmeistari í fjórum greinum og þremur boðsundum, Erla Dögg Haraldsdóttir varð íslandmeistari í sex greinum og einu boðsundi, Guðni Emilsson varð íslandmeistari í tveimur greinum og einu boðsundi, Helena Ósk Ívarsdóttir varð íslandmeistari í einni grein og Jón Gauti Jónsson varð íslandmeistari í fjórum greinum og þremur boðsundum. Aðrir sem urðu íslandsmeistarar í boðsundum voru, Brynjar Freyr Nielsson, Garðar Eðvaldsson, Guðni Emilsson, Hilmar Pétur Sigurðsson, Íris Guðmundsdóttir, Jóhann Árnason, Karítas Heimisdóttir og Þórður Ásþórsson. Á lokahófi mótsins fékk Birkir Már Jónsson síðan verðlaun fyrir bestan árangur í piltaflokki og Erla Dögg Haraldsdóttir fyrir bestan árangur í telpnaflokki. Liðið fékk síðan sérverðlaun fyrir að vera með prúðasta liðið á mótinu ásamt glæsilegum farandgrip fyrir annað sætið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024